Kópavogsbraut 441-4600

Skólagerði 441-4600

Dægradvöl 441-4600

Mynd12

mynd9

mynd8

mynd6a

mynd7

mynd6

Mynd3

Myndir


Fréttir og tilkynningar

Spjaldtölvuverkefni í myndmennt - 16 jún. 2015

Guðný og Halldóra myndmenntakennarar hafa núna á vordögum verið að kenna ákveðnum hópum á spjaldtölvur og á ákveðin teikni- og myndvinnsluforrit en þær hafa verið í samstarfi við Snjallskólann síðan í febrúar.  Þeir hjá Snjallskólanum lánuðu nemendum Samsung spjöld með pennum. Starfsmaður frá þeim kom síðan með í skólann til að fylgja verkefninu úr hlaði. Verkefnið stóð yfir í hálfan mánuð og tókst í alla staði mjög vel og mikil ánægja var hjá nemendum. Sjá myndir


Kársneshlaup 2015 - 16 jún. 2015

Kársneshlaupið var haldið þann 5.júní 2015 og gekk vel. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og stemmingin hjá nemendum, kennurum og öðru starfsfólki einstaklega góð. Nemendur í 1. og 2. bekk hlupu á Vallargerðisvelli og fóru eins marga hringi og þeir höfðu þrek til. Nemendur í 3. til 9. bekk hlupu á Kópavogsvelli, vegalengdirnar 800 m, 1,6 og 2 km eftir stigum. Stemmingin var rafmögnuð á köflum þegar barist var um fyrstu þrjú sætin og voru nemendur mjög duglegir við að hvetja hvern annan í stúkunni og á vellinum.  Hér má sjá myndir

Kársneshlaupið var góðgerðarhlaup að vanda og nú styrktum við börnin í Nepal.
Kársnesskóli safnaði um 90.000kr og renna peningarnir til Alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna.

Hlaupanefndin þakkar öllum, nemendum, foreldrum og starfsfólki skólans fyrir þátttöku og stuðning við börnin í Nepal.  Sumarkveðja og kærar þakkir.

Sjá hér fyrir neðan úrslit í Kársneshlaupinu af Kópavogsvelli.

Lesa meira

Fótboltamót á miðstigi - 16 jún. 2015

Mikil leikgleði var á miðstigi þó veðurguðirnir hafi ekki verið okkur hliðhollir á árlegu fótboltamóti miðstigs þann 8. júní.  Sjöundu bekkirnir báru sigur út býtum, 7.V vann í stúlknaflokki og 7.U í drengja flokki.  Öllum nemendum var svo boið upp á pylsu og safa í lok móts.  Mikil gleði og gaman í Kársnesskóla.  Hér má sjá myndir frá mótinu.

 

Ferð í Hellisgerði og bekkjarmyndir - 16 jún. 2015

Fjórðu bekkir fóru með strætó 8. júní í Hellisgerði Hafnarfirði.

Þar nutu börnin þessa yndislega umhverfis. Sjá myndir

Vorverkefni í 10. bekk - 16 jún. 2015

Föstudaginn 5. júní kynntu nemendur í 10. bekk vorverkefni sín sem þau hafa verið að vinna að síðastliðnar tvær vikur.  Þetta er í fyrsta sinn sem við í Kársnesskóla erum með vorverkefni en fyrirmyndina sækjum við til Langholtsskóla í Reykjavík.  Það er óhætt að segja verkefnið hafi farið langt fram úr okkar björtustu vonum og afraksturinn afar góður.  Hér má sjá myndir frá kynningunni. 

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.