Skápareglur

Nemendum í 8. – 10. bekk býðst að leigja skápa
Nemendur geiða 1000,- fyrir leigu á skáp í 3 ár. Ekki er þörf á að skila lyklinum að þeim tíma loknum.
Nemendur þurfa alltaf að greiða kr. 1000,- ef þeir hafa ekki haft skáp áður (þó þeir séu í 9. eða 10.bekk)
Ef lykill týnist þá borgar nemandinn kr. 1000,- fyrir nýjan lykil
Ritari afhentir lykla gegn framvísun á greiðslu
Skáparnir eru ætlaðir undir yfirhafnir, skó og skólagögn og því ekki leyfilegt að geyma þessi gögn á göngum skólans
Nemendur bera ábyrgð á sínum skáp og þrífa hann í lok skólaárs. Skólinn ber ekki ábyrgð á eigum nemenda.
Enginn nema nemandinn sjálfur opnar og lokar sínum skáp