Kópavogsbraut 441-4600

Skólagerði 441-4600

Dægradvöl 441-4600

Fréttir

Gleðidagur í Kársnesskóla

Það voru mikilgleðitíðindi í gær þegar lyfta niður í sal skólans við Vallargerði var sett upp.  Lyftan er færanleg og mun auka aðgengi þeirra sem nota hjólastól að taka þátt í ýmsum viðburðum í skólanum sem fara fram í salnum.  Jón Árni húsvörður og Þuríður aðstoðarskólastjóri gengu í alla bekki á mið- og elsta stigi í dag og báðu nemendur að umgangast lyftuna af skynsemi.  Jón hefur gefið lyftunni nafnið Þuríður því það var Þuríður aðstoðarskólastjóri sem gekk harðast fram í því að fá lyftuna.  Það er því mikill gleðidagur í Kársnesskóla í dag – lengi lifi jafnréttið!!

Hér eru þær nöfnur Þuríður og Þuríður
Þetta vefsvæði byggir á Eplica