Kópavogsbraut 441-4600

Skólagerði 441-4600

Dægradvöl 441-4600

Fréttir

Húsnæðismál Kársnesskóla

Við höfum haft að leiðarljósi frá því að skemmdir greindust fyrst í skólanum, að gera allt sem við getum til að forðast það að nemendur og starfsfólk okkar búi við umhverfi sem mögulega gæti verið heilsuspillandi. Við höfum því tekið þá ákvörðun að flytja nemendur og kennara úr álmunni og loka henni alveg og þar með hefur öllu skólahúsnæðinu í Skólagerði verið lokað. Nýjar heimastofur nemenda í 1.bekk verða í nýja matsalnum sem er vestast á skólalóðinni og við samnýtum húsnæði Hrafnsins sem er einnig staðsett á lóð skólans  Í Hrafninum er rekið frístundaúrræði fyrir börn með sérþarfir í 5.-10.bekk í Kópavogi.  Það hefst þegar skóladegi nemenda lýkur og getum við því í góðri samvinnu nýtt okkur húsnæðið fyrir 1.bekk fyrri hluta dagsins. 

Það má öllum vera ljóst að það kom okkur mjög á óvart að skemmdir hafi leynst í austurálmunni þar sem stofurnar voru gerðar upp fyrir ári síðan. Auðvitað koma svona flutningar alltaf til með að hafa einhver óþægindi í för með sér fyrir nemendur og kennara en reynsla okkar undanfarna mánuði segir okkur að nemendur, foreldrar og kennarar hafa sýnt þessum aðstæðum góðan skilning og allir hafa lagt sig fram um að láta sem allra minnst rask verða á skólastarfinu og gera þetta eins vel og hægt er.Þetta vefsvæði byggir á Eplica