Kópavogsbraut 441-4600

Skólagerði 441-4600

Dægradvöl 441-4600

Foreldrarölt

Foreldrarölt

Foreldraröltið við Kársnesskóla gengur út á að foreldrar á mið og elsta stigi skipta á milli sín að ganga um Kársnesið á föstudagskvöldum yfir skólaárið og fylgjast með að enginn sé á ferli eftir útivistartíma. Bæði er þetta ágætis forvörn og nágrannavarsla auk þess sem þetta geta verið ljómandi skemmtilegir göngutúrar ef vel er mætt (http://samkop.is/pmwiki.php/Verk/Verkefni).
Til að auka við spennuna þá hefur foreldrafélagið verðlaunað þann bekk sem flestum skilar á foreldrarölt og boðið viðkomandi bekk í bíó í lok vetrarins. Dagskrá vetrarins má finna á http://bit.ly/foreldrarolt

Vaninn er að mæta við EKKÓ um 22:30 hvert föstudagskvöld og rölta hring á Kársnesinu í u.þ.b. klukkustund og líta a.m.k. á; sjoppurnar tvær, undirgöngin við Hafnarfjarðarveginn og bókasafnið, Ævintýraskóginn; Molann og bílakjallarinn þar undir; Borgarholtið, leikvöllinn við gamla Þingó, Stelluróló og sjá yfir höfnina og svo alla þá staði sem gamlir Kársnesbúar muna eftir sem góðum og gildum felustöðum frá eigin unglingsárum. 
 
Foreldraröltsfulltrúi skipuleggur foreldraröltið á hverju ári og sér um að senda út tölvupóst á bekkjafulltrúa hvers bekkjar þegar við á. 
Bekkjarfulltrúarnir sjá svo um að virkja foreldrana!Þetta vefsvæði byggir á Eplica