Heimanámsstefna
Heimanámsstefna Kársnesskóla
- Lestur til yndis og fræðslu skal vera rauður þráður í heimanámi gegnumalla skólagöngu nemenda í Kársnesskóla frá upphafi 1. bekkjar til lokagrunnskólans í 10. bekk.
- Heimanám á að hafa skýr markmið og skýran tilgang. Ávinningur heimanáms á að vera öllum ljós.
- Heimanám má aldei vera íþyngjandi eða byrði á heimilum nemenda.
- Heimanám á að vera fjölbreytt og viðráðanlegt öllum nemendum.
- Heimanám er ein af mörgum leiðum foreldra til þess að fylgjast með námibarna sinna. Með vikulegum bréfum um starfið frá umsjónarkennurum,skráningarkerfinu í Mentor og greiðum aðgangi foreldra aðumsjónarkennurum, geta foreldrar fylgst með námi barna sinna. Ennfremur stendur foreldrum til boða að koma í skólann og fylgjast með starfinu.