Sími441-4600

Skólaeinkunnir við lok 10. bekkjar

Skólaeinkunnir

Skólaeinkunn við lok grunnskóla
Undanfarin ár hafa orðið breytingar á mati nemenda inn í framhaldsskólana. Samræmdu prófin eru eingöngu könnunarpróf og koma hvergi fram. Hins vegar er námsmat úr grunnskóla það sem farið er eftir þegar sótt er um nám í framhaldsskólum.  Það er því skólaeinkunn úr grunnskóla sem kemur nemandanum inn í framhaldsskóla.Skólaeinkunn, við lok tíunda bekkjar, í Kársnesskóla er sem hér segir:

I.    Miðsvetrareinkunnir – skiptast mismunandi  í vinnueinkunnir og prófseinkunnir eftir námsgreinum
II.    Voreinkunnir – skiptast mismunandi  í vinnueinkunnir og prófseinkunnir eftir námsgreinum
III.    Skólaeinkunn skiptist í 50% miðsvetrarareinkunn og 50% voreinkunn
Á námsmatsblaðinu að vori birtist eingöngu skólaeinkunn í hverju fagi, en hægt verður að nálgast sundurliðun einkunna í verkefnabókum á MENTOR.
Inntökuskilyrði eru mismunandi eftir skólum en hægt er að kynna sér þau á heimasíðum hvers framhaldsskóla.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica