Sími441-4600

Fréttir

9. og 10. bekkir fara á Mín framtíð

Mín framtíð

Nemendur í 9. og 10.bekk fóru í Laugardalshöll í morgun á sýninguna Mín framtíð þar sem margt að sjá og skoða. Þar voru samankomnir fulltrúar frá 33 framhaldsskólum sem voru að kynna námsframboð sitt og nemendur í iðn- og starfsnámi voru að störfum, sumir að keppa í sinni grein en aðrir að sýna og segja frá því sem þeir eru að læra. Á sumum stöðvum gátu nemendur fengið að spreyta sig, m.a. í rafmagninu, smíði og hellulögnum og svo komu margir nemendur heim með fallega lokka og fléttur í hári þar sem nemendur í hársnyrtiiðn tóku á móti nemendum úr grunnskólanum í stólinn hjá sér. Sýningin var afar vel heppnuð og hefur örugglega kveikt áhuga hjá mörgum á iðn- og verkgreinum. Það var líka sérstaklega gaman hvað við hittum marga fyrrum nemendur úr Kársnesskóla sem voru staddir á sýningunni að kynna nám í sínum framhaldsskóla.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica