Sími441-4600

Fréttir

Fjölgreindaleikar

Fjölgreindarleikar Kársnesskóla 2. og 3. október

Hugmyndin að fjölgreindaleikum er  byggð  á kenningum Howards Gardners um fjölgreindir þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að allir eigi að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í. 
 
Með fjölgreindaleikunum náum við að búa til eftirminnilegan viðburð í skólanum þar sem nemendur og starfsfólk eiga góða daga við leik og störf. Við ætlum að bjóða upp á fjölbreyttar þrautir þar sem allir fá tækifæri til að spreyta sig á mismunandi verkefnum og láta ljós sitt skína s.s. með jóga, limbó, sögugerð, myndlist og fleiru.   Þessa tvo daga er nóg að taka lítinn poka fyrir nestið og pennaveskið. Gott er að vera  í léttum og þægilegum fötum en leikarnir fara fram innanhúss báða dagana.  

IMG_1222IMG_1194IMG_1213
 IMG_1192IMG_1226IMG_1249Þetta vefsvæði byggir á Eplica