Sími441-4600

Fréttir

Innkaup námsgagna fyrir skólárið 2017 - 2018

Nú höfum við í Kársnesskóla, í samstarfi við Foreldrafélagið, ákveðið að annast innkaup námsgagna fyrir alla nemendur vegna skólaársins 2017-2018.  Við höfum fengið tilboð í gögnin og er niðurstaðan sú að skólinn getur lagt til námsgögn til persónulega nota fyrir nemendur fyrir ákveðið gjald sem foreldrum stendur til boða að greiða inn á reikning Foreldrafélagsins. 

Ef einhver velur  að annast frekar sjálfur innkaup námsgagnanna er viðkomandi beðin um að hafa samband við ritara skólans eftir 8.ágúst til að fá upplýsingar um hvað þarf til.


Fyrir nemendur í 1.-4.  bekk er gjaldið kr. 4.000,-

 Fyrir nemendur í 5.-7.  bekk er gjaldið kr. 3.800,- 

Fyrir nemendur í 8.-10.  bekk er gjaldið kr. 2.500,-
 
Leggja skal inn á reikning 0322-26-6891 kt. 680191-1239 fyrir 22.ágúst  og setjið nafn og bekk barnsins í skýringu.
Innifalið í þessu gjaldi eru öll þau námsgögn sem hingað til hafa verið á innkaupalistum (skriffæri, pappír, stílabækur, litir, strokleður,yddarar,plastmöppur,teygjumöppur,reglustikur,gráðubogar, tímaritabox, skæri o.s.frv.)  Athugið að nemendur í 5. – 10. bekk þurfa sjálfir að útvega lítil heyrnartól til að nota með spjaldtölvum sínum og svo þarf auðvitað skólatösku og íþróttafatnað.
Við viljum gjarnan að kostnaður foreldra við grunnskólagöngu barnanna sé í lágmarki og vonum að þetta framtak tryggi það ásamt því að við teljum þessa leið umhverfisvænniÞetta vefsvæði byggir á Eplica