Kópavogsbraut 441-4600

Skólagerði 441-4600

Dægradvöl 441-4600

Fréttir

Starfsmessa

Sameiginleg starfsmessa fyrir nemendur í 8. - 10. bekk

Óskað hafði verið eftir foreldrum sem væru tilbúnir að kynna starfið sitt og mættu 19 foreldrar til leiks. Störfin sem foreldrarnir kynntu nemendum voru mjög fjölbreytt og þar voru mætt forstöðumaður eignastýringar, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, útvarpskona, deildarstjóri í grunnskóla, samgönguverkfræðingur, prestar, arkitekt, bifvélavirki, verkefnastjóri, lyfjafræðingur, handritshöfundur, rafmagnsverkfræðingur, skálavörður, hárgreiðslumeistari og sérfræðingur, svæfingalæknir, klippari fyrir sjónvarp og kvikmyndir, framleiðslustjóri, fíkniráðgjafi og tölvunarfræðingur.

 Nemendum var skipt í hópa og fékk hver hópur þrjú störf til að kynna sér, en að verkefninu loknu máttu nemendur ganga á milli og kynna sér störfin að vild.

Eins og fyrr þá gekk Starfamessan afskaplega vel, nemendur voru áhugasamir og foreldrarnir uppfullir af fróðleik til að miðla til þeirra. Starfamessa sem þessi er afar mikilvægur liður í því að nemendur fái að kynnast hinum ýmsu störfum og er stefnt að því að á næsta skólaári muni allir grunnskólar í Kópavogi vera með sameiginlega Starfamessu þar sem bæði foreldrar og fyrirtæki munu kynna störf fyrir nemendum.


48056277_2047622995330648_8226117142240559104_n48319091_768046580199012_1734196399853010944_n48310391_273167563347437_1157584361621553152_n47683356_1918632594916148_7339816890857947136_n47687276_1998379550455889_3091231389069082624_n47683256_267443427254130_3625016757908930560_n48357108_673479033047314_2207282542086717440_n48274987_669566313438584_7594402473192718336_nÞetta vefsvæði byggir á Eplica