Sími441-4600

Söguaðferðin

Söguaðferðin

Söguaðferðin er kennsluaðferð, sem er notuð við þemavinnu. Nafn sitt dregur hún af skipulaginu sem er eins og í sögu. Hún hefur ákveðna byrjun, söguþráðurinn skiptist í kafla sem tengjast og síðan er ákveðinn endir.
Þegar unnið er með söguaðferðinni er byrjað á að spyrja opinna spurninga til að finna út hvað nemendurnir vita, halda eða geta ímyndað sér. Þetta er oft gert með hugstormun. Kennarinn spyr og nemendur svara. Svörin skrifar kennarinn niður eins hratt og hann getur. Opnar spurningar hafa ekki eitt rétt svar heldur geta svörin velt upp ýmsum möguleikum, sem aftur vekja umræður. Tilgangurinn með þessu upphafi er að fá nemendur til að hugsa sjálf, rifja upp eða að reyna að gera sér í hugarlund allt eftir þeirra reynslu og þekkingu. Þegar hugstormuninni er lokið hefjast nemendur handa við að búa til, ræða, eða skrifa um svörin við opnu spurningunni. Þegar öllu þessu er lokið fara nemendur og skoða eða lesa um það raunverulega. Stundum skoða þeir það raunverulega á eftir hugstormuninni, áður en þeir skrifa eða teikna.

Heimild:
http://soguadferdin.weebly.com/Þetta vefsvæði byggir á Eplica