Um skólann

Um Kársnesskóla
Kársnesskóli er á sínu 22. skólaári eftir sameiningu Kársnesskóla og Þinghólsskóla árið 2001. Í dag eru rétt tæplega 700 nemendur í 33 bekkjardeildum. Hverjum árgangi er skipt í 3-4 hópa/bekki.  Starfsmenn eru um 120, þar af eru kennarar tæplega 60 talsins. Starfsemi skólans er á þremur stöðum:

● v/Vallargerði: 1. bekkur og einn hópur af 2.bekk eru í aðalbyggingu skólans ásamt 8. – 10.  bekk.  Í lausum kennslustofum á Vallargerðisvelli eru þrír hópar úr 2.bekk ásamt 3. – 7. bekk. Frístund er jafnframt með aðstöðu í lausum kennslustofum á vellinum.

● v/Holtagerði er íþróttahús.

● v/Borgarholtsbraut er Sundlaug Kópavogs

Gildi Kársnesskóla eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja og hefur starfsfólk það að meginmarkmiði að útskrifa ánægða og vel menntaða nemendur með sterka sjálfsmynd sem eru tilbúnir til að takast á við lífið.

Skólabyggingin er opin frá kl. 7:45 alla morgna og lausar kennslustofur frá kl. 8:00.
Skrifstofa skólans er opin:
mánudaga – fimmtudaga frá kl. 7:45 – 15:30
föstudaga frá kl. 7:45 – 14:30