Sími441-4600

Vinahóll frístund

Vinahóll frístund

Frístund starfar við alla grunnskóla bæjarins og stendur til boða fyrir öll börn í 1.-4. bekk. Frísstund er frjálst tilboð þar sem börn dvelja við leik og skapandi starf í umsjá starfsfólks eftir að skóla lýkur. Börnin eru skráð inn í Frístund og fylgst er vel með hvar þau eru að leik og starfi uns þau eru skráð út við brottför. Vinahóll frístund í Kársnesskóla er til húsa í Höllum 17 og 18 sem eru á lóð Kársnesskóla. Þar er lögð áhersla á kurteisi, góða umgengni og uppbyggjandi samskipti á milli fólks. Einnig er frjálsi leikurinn og markviss útivist í fyrirrúmi.
Forstöðumaður Vinahóls í Kársnesskóla er Sigurrós Ólafsdóttir, sími 441-4600, daegradvol@kopavogur.isÞetta vefsvæði byggir á Eplica